Þjónustu við borgarbúa ábótavant

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Þjónustu við borgarbúa er ábótavant og boðleiðir of langar þegar kemur að þjónustu við þá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Kjartan segir að hann heyri oft umkvartanir frá borgarbúum, sér í lagi eldri borgurum sem kvarta yfir því að þjónustan við þá sé ekki nægilega skilvirk og gangi ekki nógu hratt fyrir sig “ það mætti svo sannarlega auka aðganginn að valdinu í borginni, en það fer auðvitað eftir því hvað um er að ræða, og ég viðurkenni það fúslega að ég fæ oft ábendingar um það að fólk fái ekki svör og úrlausn sinna mála„,segir Kjartan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila