Þöggun sögð ríkja innan sænsku lögreglunnar

Þöggun er sögð landlæg innan sænsku lögreglunnar og eru dæmi um að yfirmenn hóti undirmönnum sínum tjái þeir sig um vinnubrögð og aðbúnað í starfi. Þetta kemur fram í pistli afbrotafræðingsins LW Person í Expressen í dag. Í pistlinum vísar Person til máls lögreglukonunnar Agnetu Kumlin sem hafði verið hótað af yfirmanni sínum vegna þess að hún tjáði sig um niðurskurði á búnaði og þar með viðbragðsmöguleikum deildar hennar. Mál Agnetu endaði á borði dómstóla sem áréttuðu starfsskyldur yfirmannsins en Agneta hætti störfum. Person endar pistil sinn með þeim orðum að yfirmenn lögreglunnar sem farið hafa fram með slíkri þöggun hafi komið sænsku lögreglunni í dýpstu krísu lögreglunnar  í sögu hennar, krísu sem að lokum muni fella ríkisstjórn Stefans Löfven.

Athugasemdir

athugasemdir