Þora ekki í vinnunna vegna vopnaðra nemenda

Astrid Lindgrens skólinn í Vimmerby.

Dæmi eru um að kennarar við skóla Astridar Lindgren í Vimmerby í Svíþjóð þori ekki lengur að mæta til vinnu af ótta við vopnaða nemendur í skólanum. Kennarar við skólann eru langþreyttir á því ástandi sem skapast hefur ítrekað í skólanum og birtist í formi hótana, ógnandi athugasemda, uppþota og skrílsláta. Mælirinn er fullur að sögn kennara við skólann en þeir kvarta undan skilningsleysi yfirvalda á vandanum. Starfsmenn skólans segja að þeir hafi reynt að vekja athygli yfirvalda á ástandinu innan skólans en hafa engin viðbrögð fengið. Því er nú svo komið að kennarar óttast að mæta til vinnu sinnar og þeir sem mæti óttist um öryggi sitt þar sem brögð eru að því að nemendur hafi komið vopnaðir í skólann.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila