Þrír handteknir grunaðir um aðild að hvarfi sænskrar stúlku

Sænska lögreglan hefur handtekið þrjá karlmenn um tvítugt sem grunaðir eru um aðild að hvarfi 19 ára gamallar sænskrar stúlku sem saknað hefur verið frá því á laugardagskvöld. Mikil leit stendur yfir að stúlkunni en lögreglan leitar að stúlkunni út frá upplýsingum frá farsíma hennar, en tekist hefur að staðsetja síma hennar með nokkuð nákvæmum hætti. Bæði er leitað að stúlkunni úr lofti og á landi og þá hefur einnig verið leitað til almennings vegna leitarinnar. Samkvæmt upplýsingum sænsku lögreglunnar mat lögregla aðstæður málsins þannig að talið er fullvíst að stúlkunni hafi verið rænt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila