Þungvopnaðar hersveitir hafa einangrað ISIS í Vestur Mosul

Búist er við að baráttunni við hryðjuverkasamtökin ISIS ljúki á næstu vikum og mánuðum en liðsmenn samtakanna hafa verið umkringdir af liðsmönnum þeirra hersveita sem barist hafa við samtökin síðustu ár. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.  Átökin eru nú bundin við einangrað svæði í vestur Mosul þar sem Íraskar öryggissveitir sem meðal annars njóta stuðnings herja rússa og bandaríkjamanna sækja hart að hryðjuverkasveitum ISIS, en talið er að innan skamms takist að útrýma þeim sellum samtakanna sem eftir eru, en samtökin hafa haldið borginni í heljargreipum um árabil.

Athugasemdir

athugasemdir