„Þurfum að sjálfsögðu að hafa eftirlitið í lagi“

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Lögreglunni er best treystandi til þess að meta aðstæður og grípa til þeirra ráðstafana sem hún telur nauðsynlegar á hverjum tíma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi uanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Gunnar Bragi segist sjálfur treysta lögreglunni afar vel til þess að bera vopn og segist furða sig á þeim ummælum Lífar Magneudóttur forseta borgarstjórnar um að teymi sérfræðinga í áfallastreituröskun og björgunarsveitamanna gerðu meira gagn en vopnaðir lögreglumenn í yfirstandandi hryðjuverkaárás „ ég geri nú ekki lítið úr sálfræðingum en hvernig ætli sálfræðingi hefði gengið að takast á við hnífabardagann í London um daginn?, ég meina þetta er svo fáránlegt að manneskja sem á að vera ábyrgðarfull og bera ábyrgð skuli láta svona út úr sér er með hreinum ólíkindum og fyrir neðan allar hellur„,segir Gunnar.

Athugasemdir

athugasemdir