„Þurfum ekki fleiri glerhallir“

Baldur Borgþórsson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson frambjóðendur Miðflokksins í Reykavík.

Það er brýn þörf á að byggja hér húsnæði undir venjulegt fólk en ekki fleiri glerhallir eins og gert hefur verið í tíð núverandi borgaryfirvalda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Baldurs Borgþórssonar og Sveins Hjartar Guðfinnssonar frambjóðenda Miðflokksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Þeir benda á að borgaryfirvöld hafi algerlega brugðist borgarbúum þegar kemur að íbúðarmálum og segja lítið mál að koma málum í lag ef vilji standi til þess að koma málunum í lag ” hér voru byggð hundruð viðlagasjóðshús á örfáum mánuðum þegar gaus í Vestmannaeyjum árið 1973 og við getum rétt ímyndað okkur hvað hægt væri að gera núna árið 2018“.Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila