Þúsundir styðja lögreglumann sem kærður var fyrir meintan hatursáróður

loggubillinnsvedenYfir 30.000 manns hafa skráð sig í hóp á Facebook til stuðnings sænskum lögreglumanni sem kærður hefur verið fyrir meintan hatursáróður í garð innflytjenda. Lögreglumaðurinn ritaði pistill á Facebook síðu sína þar sem hann greindi frá því sem hann segir að ríkisstarfsmönnum í Svíþjóð sé meinað að ræða um, þ,e afbrot sem framin eru af innflytjendum.

Í færslu sinni segir lögreglumaðurinn Peter Springare meðal annars „ Í vikunni hef ég rannsakað nauðgunarmál, fjárkúgun, misbeitingu í réttarfarsmáli, hótanir, ofbeldi gegn lögreglunni, hótanir um ofbeldi gegn lögreglunni, eiturlyfjabrot, morðtilræði, aftur nauðgunarmál, aðra fjárkúgun og ofbeldi, Þeir sem hafa framið þessi afbrot þessa vikuna koma frá Írak, Tyrklandi, Sýrlandi, Afganistan, Sómalíu, Sómalía, aftur Sýrland, Sómalía,Svíþjóð og öðru óþekktu landi. Um hinn helming þeirra grunuðu vitum við ekkert um þar sem þeir hafa enga pappíra í gildi. Sem þýðir oftast að þeir ljúga um þjóðerni og hverjirþeir eru„, skrifar Peter.

Peter sem brátt fer á ellilaun var kærður af fjölmiðli í eigu vinstri manna fyrir meintan hatursáróður en hann á sér marga stuðningsmenn sem hafa sent honum, kveðjur auk blóma í slíku magni að sérstaka deild innan lögreglunnar þurfti til þess að fást við öll þau blóm sem borist hafa á lögreglustöðina. Peter hefur heitið því að setja skýrslu um þjóðerni afbrotamanna vikulega á Facebook síðu sína þar til hann lætur af störfum sökum aldurs. Athygli hefur vakið að fjölmiðlum hefur verið bannað að mynda blómin sem borist hafa til lögreglustöðvarinnar og því borið við að um öryggisráðstafanir sé að ræða.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila