Þýzkaland afnemur ríkisborgararéttindi þýzkra íslamskra vígamanna til frambúðar

Umræðan um heimakomandi hryðjuverkamenn hófst með kröfu Donald Trumps um að Evrópuríki tækju ábyrgð á þeim hundruðum meðborgurum sem hafa farið til Sýrlands til að berjast fyrir Íslamska ríkið.
Að sögn Reuters hefur náðst samkomulag í Þýzkalandi um að ógilda þýzk ríkisborgararéttindi íslamskra vígamanna til frambúðar. Allt að 1000 manns hafa farið frá Þýzkalandi til Sýrlands og Írak til að berjast með Íslamska ríkínu frá 2013. Um þriðjungur hefur snúið til baka, þriðjungur týnt lífinu og hinir eftir á svæðinu.
Lögin eru ekki afturvirk og gilda fyrir fullorðna vígamenn sem hafa a.m.k. tvenn ríkisborgararéttindi og hafa barist fyrir ÍS eftir að lögin taka gildi. Ljóst er að stór hluti vígamanna fellur utan við þessa skilgreiningu.
Bretar hafa þegar hafið afnám brezkra ríkisborgararéttinda af íslömskum vígamönnum t.d. Shamima Begum sem gekk í hryðjuverkahóp í Sýrlandi 2015 þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Í Svíþjóð leggst ríkisstjórnin gegn afnámi ríkisborgararéttinda hryðjuverkamanna og forsætisráðherrann Stefan Löfven segir það brot á stjórnarskrá og alþjóðlegum rétti að taka sænskan ríkisborgararétt af íslömskum vígamönnum. Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila