Tíðar skotárásir í Kaupmannahöfn valda lögreglu áhyggjum

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur miklar áhyggjur af tíðum skotárásum sem átt hafa sér stað í borginni í sumar. Í sumar hafa verið framdar 23 skotárásir og er það mesti fjöldi slíkra árása í Kaupmannahöfn hingað til á jafn stuttum tíma og raun ber vitni. Lögreglan segir skýringuna á aukinni tíðni slíkra árása eiga að mestu rætur að rekja til harðnandi deilna og átaka milli glæpagengja sem illa gengi að ráða við af hálfu lögreglu. Að sögn lögreglunnar í Kaupmannahöfn muna lögreglumenn sem starfað hafa hjá lögreglunni í áratugi ekki eftir slíkri hörku áður milli glæpagengja.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila