Tilfelli um fjöldakattahald mun fleiri

kettirÁrni Stefán Árnason lögfræðingur og sérfræðingur í dýrarétti segir mál konu sem hélt um eitt hundrað ketti ekki vera einsdæmi, og telur mun fleiri slík dæmi til án þess að upp hafi komist. Árni sem var gestur Markúsar þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun segir í raun einfalt að koma í veg fyrir slík tilvik með aðkomu almennings “ það er svo sem enginn vandi að fylgjast með þessu, ef til dæmis fólk myndi bara að þora að opna munninn og þora að tilkynna þetta„,segir Árni. Hann segir ástæður fárra tilkynninga af þessu tagi megi rekja til ákveðins ótta „ sérstaklega nágrannahræðslan, ég held að þetta hafi verið vitað í langan tíma að viðkomandi einstaklingur hafi haldið mörg dýr og það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna, en að viðkomandi hafi komist upp með að vera með eitt hundrað ketti á heimilinu er náttúrulega tóm steypa„segir Árni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila