Tilkynningum um nytjaþjófnað fjölgar

Tilkynningum um nytjastuld hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu eða um 22% á einum mánuði. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar um afbrotatölfræði. Í tilkynningu frá lögreglu um efni skýrslunnar segir meðal annars “ Lögreglunni barst 401 tilkynning um þjófnaði í september og fjölgaði tilkynningum á milli mánaða líkt og í ágúst. Hlutfallslega fjölgaði tilkynningum um hnupl mest eða um 22 prósent, innbrotum og annars konar þjófnuðum fjölgaði um 15 prósent á milli mánaða. Fjölgun hegningarlagabrota í september skýrist hins vegar að miklu leyti af fleiri tilkynningum um eignaspjöll og nytjastuldi í september miðað við mánuðina á undan.“. Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna að ganga frá ökutækjum sínum með tryggilegum hætti svo koma megi í veg fyrir að þeim verði stolið, m,a sé mikilvægt að skilja þau aldrei eftir ólæst og alls ekki víkja frá þeim í gangi.

Smelltu hér til þess að skoða nánar afbrotatölfræði lögreglunnar

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila