Tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt birtar

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið hefur birt tillögur stjórnvalda sem eiga að miða að því að leysa úr þeim gífurlega vanda sem íslenskir sauðfjarbændur standa nú frammi fyrir. Í tilkynningu segir að Í ljósi erfiðrar stöðu sauðfjárræktar á Íslandi hafi forysta bænda leitað til ráðherra í lok mars 2017 til að ræða mögulegar lausnir á vanda greinarinnar. Í upphafi hafi bændur óskað efir m.a. eftir 200 m.kr. viðbótarframlagi til markaðsmála og að komið yrði á útflutningsskyldu að nýju en hún var felld niður á sínum tíma gegn greiðslu.
 Þá segir að ýmsar tillögur að lausnum hafi litið dagsins ljós frá því að samtal stjórnvalda og bænda hófst og flestar þeirra tekið talsverðum breytingum eftir því sem staða greinarinnar hafi skýrst og ítarlegri gögn legið fyrir. Vegna hagsmuna neytenda hafi stefna ráðherra í þessum viðræðum ávallt verið að heimila ekki inngrip á markaði á borð við útflutningsskyldu en bændur hafi lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að slíkum úrræðum verði beitt til að bregðast við erfiðri birgðastöðu. Í sama skyni hafi bændur lagt fram tillögur um að ríkið kaupi upp umframbirgðir af lambakjöti en ráðherra hefur ekki fallist á slíkar aðgerðir. Fram kemur að fyrir utan þessa þætti hafi viðræðurnar gengið vel enda stjórnvöld og bændur sammála um að að við þeirri erfiðu stöðu sem nú sé uppi þurfi að bregðast við með langtímalausnum enda sé sauðfjárrækt ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sem nauðsynlegt er að styðja við.
Fram kemur að á fundi ríkisstjórnarinnar þann 18. ágúst 2017 hafi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagt fram minnisblað um mögulegar aðgerðir til stuðnings sauðfjárbændum, sama dag kynnti ráðherra efni minnisblaðsins fyrir atvinnuveganefnd Alþingis. Því hafi ríkisstjórnin ákveðið að fela fulltrúum þriggja ráðuneyta að útfæra nánar þær hugmyndir sem þar voru settar fram. Tillögur hafi þegar verið útfærðar en í þeirri vinnu hefur m.a. verið haft samráð við forystu Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sauðfjárbænda.
Í tilkynningunni segir að meginmarkið tillagnanna sé að draga úr framleiðslu um 20%, mæta kjaraskerðingu bænda, styðja við sauðfjárbúskap á jaðarsvæðum og gera úttekt á birgðum sauðfjárafurða og afurðastöðvakerfinu.
Smelltu hér til þess að skoða tillögurnar nánar

Athugasemdir

athugasemdir