Tíu sækja um stöðu framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Tíu einstaklingar hafa sótt um stöðu framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu . Helstu verkefni Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með framkvæmd Jafnréttislaga, annast fræðslu og upplýsingagjöf og veita ráðgjöf í jafnréttismálum. Þriggja manna hæfnisnefnd mun fara yfir umsóknir þeirra einstaklinga sem sótt hafa um stöðuna og mun svo skila af sér áliti til félags og jafnréttismálaráðherra sem skipar í stöðuna. Þeir sem sóttu um eru:
  • Anna Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar
  • Arndís Bergsdóttir, MA í safnafræði
  • Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir, fyrrv. sérfræðingur hjá Atlantshafsbandalaginu
  • Halla Gunnarsdóttir, fyrrv. skrifstofustjóri Women’s Equality Party
  • Hákon Þór Elmers, BS í viðskiptalögfræði
  • Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra
  • Sara Dögg Svanhildardóttir, ráðgjafi í menntamálum
  • Sigurður Guðjónsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HA
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur hjá BSRB

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila