Tókust á um Marrakesh samkomulagið

Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins og Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata.

Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður Miðflokksins og Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata voru gestir Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag en þeir félagar tókust þar á um ólíka túlkun þeirra á Marrakesh samkomulaginu umdeilda. Helgi sagði í þættinum að samkomulagið fæli í sér meiri dreifingu flóttamannastraumsins til Evrópu og fæli ekki í sér fullveldisafsal, en Jón Þór er þeirri túlkun mjög ósammála og benti á að undirritun samkomulagsins fæli í sér að aðlaga þyrfti lög aðildarríkja að samfélaginu og því fæli það í sér afsal á fullveldi. Þá kom fram í þættinum að Helgi sæi fyrir sér afnám landamæra í framtíðinni þó svo hann sæi ekki fyrir sér að hægt væri að afnema landamæri eins og sakir standa „ landamæri eru ill nauðsyn og þegar þau eru ekki lengur nauðsyn eru þau bara ill„,segir Helgi. Jón benti á að flóttamannastraumnum fylgi mjög mörg vandamál sem lönd sem glíma við flóttamannastraum eigi í miklum erfiðleikum að leysa og því væri varhugavert að samþykkja samkomulag með jafn opnu orðlalagi og sé í samningnum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila