Tólf þúsund hælisleitendur horfnir í Svíþjóð

Af þeim sautján þúsund einstaklingum sem lögreglunni í Svíþjóð hefur verið falið að vísa úr landi á þessu ári hafa tólf þúsund horfið og fara huldu höfði í landinu. Á sama tíma er ljóst að aðeins þrjú þúsund af heildarfjöldanum hafi farið frá Svíþjóð á meðan aðrir hafi ekki komist úr landi vegna þess t.d. að önnur ríki lönd neiti að taka við þeim eða ekki hafi verið hægt að sýna fram á hvaðan einstaklingarnir hafi komið né hverjir þeir séu. Sænska lögreglan hefur haft af því vaxandi áhyggjur af því að nokkurs konar skuggaþjóðfélag sé að verða til í landinu. Að undanförnu hafa bæst við fimmtíu þúsund einstaklingar til viðbótar sem neitað hefur verið um landvistarleyfi í Svíþjóð og lögreglan segist ekki ráða við allan þann fjölda. Yfirmaður landamæralögreglu Svíþjóðar lýsti þungum áhyggjum af þróuninni í fjölmiðlum í gærkvöldi og varaði fólk við  afleiðingum skuggasamfélagsins sem er skilgreint sem samfélag fólks sem býr í landinu og réttarkerfið nær ekki til, í því þrífist glæpir af hálfu þeirra einstaklinga auk þess sem þeir verða einnig fórnarlömb glæpa sem ekki sé hægt að taka á þar sem einstaklingarnir séu ekki sýnilegir og fara eins og fyrr segir huldu höfði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila