Traust á sænsku lögreglunni fer þverrandi

loggaswedenNý könnun sem gerð var meðal almennings í Svíþjóð hefur leitt í ljós að traust á getu lögreglunnar þar í landi til að vinna gegn afbrotum hefur minnkað til mikilla muna. Í könnuninni kemur fram að rúmlega tveir þriðju svía eða um 66% telja getu lögreglunnar til þess að takast á við afbrot mjög slæma. Þá telja 26% getu slæma og aðeins 1% telur getu lögreglu til þess að takast á við glæpi mjög góða. Þá kemur fram að vantraust á lögreglunni er hvað mest hjá 65 ára og eldri en mest trausts nýtur lögreglan hjá aldurshópnum 18-29 ára.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila