Trump er maður handan skilgreininga

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna er maður handan skilgreininga sem erfitt er að átta sig á. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Hann segir þá umræðu þar sem því er heldið fram að Trump muni ekki endast lengi í embætti vera óskhyggju “ það er auðvitað allt of snemmt að afskrifa hann, menn hafa verið að tala sig upp í því, jafnvel alveg frá því að hann tók við embætti að hann myndi ekki endast út árið, sko þetta er auðvitað bara einhver óskhyggja, þessar kosningar eru afstaðnar og þær fóru eins og þær fóru, það er allt of snemmt að leggja nokkurn dóm á embættisverk þessa manns, þó vil ég nefna eitt að hann hefur risið undir þeirri ábyrgð að velja vel hæfan mann sem hæstaréttardómara„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila