Trump hugnast ekki fyrirkomulag fríverslunarsamninga

Ein meginástæða þess að Donald Trump rifti fríverslunarsamningi við Kína er fyrst og fremst vegna fyrirkomulags slíkra samninga, enda séu þeir í raun bara blekking.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar hótelstjóra og viðskiptafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að ekki sé allt sem sýnist þegar slíkir samningar eru annars vegar “þetta er auðvitað þannig að vörur sem falla undir svona samninga eru auðvitað bara niðurgreiddar með skattpeningum, þetta er bara plat”, segir Guðmundur.

Í þættinum ræddi Guðmundur þau mál sem efst eru á baugi í heimsmálunum og fór nánar yfir þau hneykslismál sem forsetafrúin og utanríkisráðherrann Hillary Clinton tengist, en lesa má nánar um þau mál hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila