Trump og Pútín funda í Finnlandi

Donald Trump forseti Bandaríkjanna og Vladimir Putin forseti Rússlands ætla að funda í Helsinki í Finnlandi þann 16.júlí næstkomandi. Í tilkynningu sem send var frá Hvíta húsinu í morgun kemur fram að ætlunin er að ræða samskipti ríkjanna og öryggistengd málefni.
Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu sagði í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í dag að ef íslenskir ráðamenn hefðu mætt til Rússlands og farið á HM í stað þess að sniðganga mótið hefði möguleiki skapast á því að fundurinn hefði getað verið haldinn á Íslandi rétt eins og leiðtogafundurinn forðum daga.

 

Haukur greindi nánar frá hinum fyrirhugaða fundi í þættinum en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila