Trump tekur forstjóra Twitter inn á teppið til að útskýra hvarf fylgjenda í stórum stíl

S.l. þriðjudag kallaði Bandaríkjaforseti Donald Trump forstjóra Twitters Jack Dorsey inn á teppið í Hvíta húsinu. Krafðist Trump svara við af hverju Twitter ritskoðar íhaldsmenn og af hverjur margir af fylgjendum hans á Twitter hefðu horfið. Margir notendur Twitter hafa að undanförnu tekið eftir því að fylgjendur þeirra hverfa í stórum stíl. Notandi Twitter fær kannski 10 nýja fylgjendur en samtímis hverfa 6 eldri fylgjendur á dularfullan hátt. Trump er einn þeirra sem hafa lent í þessu og á fundinum með Dorsey eyddi forsetinn „töluverðum tíma“ í að ræða vandamálið að sögn Reuters. Fyrir fundinn tísti Trump að Twitter meðhöndlaði Repúblikana á slæman hátt: „Þeir taka stöðugt burt fólk af listanum hjá mér. Ég fæ miklar kvartanir frá mörgum“ skrifar Trump og segir að hann hefði miklu fleiri fylgjendur ef „Twitter væri ekki að leika pólitískt spil“.  Twitter afsakar sig með því, að þeir hafi nýlega hafið baráttu fyrir því að taka burtu „grunsamlega  notendur“.  Bæði Trump og Twitter lýstu yfir ánægju með fundinn í Hvíta húsinu, Twitter segir í yfirlýsingu að „Dorsey átti árangursríkar viðræður við Bandaríkjaforseta“ og Trump tísti að „fundurinn hefði verið frábær“ og hann „hlakkaði til áframhaldandi opinskárra viðræðna!“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila