Trump til hatursmanna og vinstri róttækra demókrata: Leiknum er lokið

Eftir að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr kynnti Mueller skýrsluna sem hreinsaði Bandaríkjaforseta af öllum ásökunum um samsæri með Rússum í forsetakosningunum tísti Donald Trump í besta  Krúnuleikastíl sem verða mun klassískt fyrir hann um aldur og ævi: „Ekkert samsæri. Engin hindrun. Til hatursmanna og vinstriróttækra demókrata…. LEIKNUM ER LOKIÐ.“  Barr hóf blaðamannafundinn í dag með því að tilkynna að þinginu yrði send skýrslan og að hún yrði síðan aðgengileg fyrir alla á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins. Skýrslan segir að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar en enginn Bandaríkjamaður vildi vinna með þeim: „Vegna skýrslunnar þá vitum við að Rússar fengu enga aðstoð frá kosningateymi Trumps eða neinum öðrum Bandaríkjamanni heldur.“ Dómsmálaráðherrann sagði að Bandaríkjaforseti hefði verið afar samvinnuþýður við rannsókn málsins og að „Hvíta Húsið hefði unnið að fullu með rannsakendum málsins.“ Hluti skýrslunnar er yfirstrikaður með svörtu svo ekki er hægt að lesa það sem þar stendur. Eru það upplýsingar sem varða hagsmuni ríkisins eða geta haft áhrif á einstök réttarhöld eða varða friðhelgi einkalífsins. Gegn svertunni ráðast nú stjórnmálaandstæðingar Trumps harðlega og telja að verið sé að hylma yfir með Bandaríkjaforseta en dómsmálaráðherrann slær föstu að „ekkert efni hefur verið fjarlægt að ósk forsetans.“ Sérstaklega voru tíu atriði rannsökuð en í engu þeirra fundust neinar sannanir fyrir því, að Trump hefði verið í samsæri með Rússum gegn Bandaríkjamönnum.

Trump var á fundi með hermönnum í Hvíta Húsinu í dag og sagði þá að „enginn forseti ætti nokkurn tímann að þurfa að lenda í því sem ég hef lent í. Aldrei nokkurn tímann.“  Á heimasíðu Hvíta Hússins segir: „Eftir tvö ár og 35 milljónir dollara er tími til kominn fyrir Demókrata að hætta að reyna að véfengja réttmæti forsetans og snúa sér að því að starfa með honum í raunverulegum málum fyrir þjóð okkar.“

Skýrsla Mueller 

https://twitter.com/realDonaldTrump/status/1118876219381026818

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila