Tveir bjóða sig fram til formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar

Tveir hafa ákveðið að bjóða sig fram í embætti formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frambjóðendanna, Hjördísi Diljá Bech og Jens G. Jenssyni. Í tilkynningunni segir að frambjóðendurnir ætli að bjóða fram sem teymi í embætti formanns og varaformanns, auk þess sem þau bjóða sig fram í flokkstjórn flokksins. Þá segir enn fremur í tilkynningunni “ Málstaður flokksins er mjög góður og þurfum við öll á slíkum flokki að halda sem þessum ef við viljum sjá breytingar til batnaðar. Við verðum að láta verkin tala og vinna þau af skynsemi og festu með hag allra að leiðarljósi ekki einstakra aðila í þjóðfélaginu. Við megum aldrei gleyma því að það eru aðeins við sjálf sem getum komið breytingum af stað með því að þora taka skrefið og bjóða gömlu flokkunum byrginn með nýjum flokki og góðu fólki sem þorir að taka á og fara í málin.„. Landsfundur flokksins þar sem nýr formaður verður kjörinn verður haldinn 2.apríl næstkomandi.

Athugasemdir

athugasemdir