Tveir handteknir grunaðir um innbrot í verslun

Karl á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innbroti í verslun í Reykjavík í fyrrinótt og þjófnað á fólksbifreið, en það var ábending árvökuls borgara sem leiddi til handtöku fólksins. Bíllinn er jafnframt fundinn, sem og þýfi úr innbrotinu. Óhætt er að segja að aðferð innbrotsþjófanna hafi verið óvenjuleg og síður en svo hljóðlát því bifreiðinni sem stolið var og notuð var í innbrotinu bar bakkað á hurð verslunarinnar í þeim tilgangi að brjótast inn í verslunina og því urðu umtalsverðar skemmdir á húsnæði verslunarinnar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila