Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag tvo unga menn sem grunaðir eru um að hafa framvið vopnað rán í versluninni 10-11 í Grímsbæ rétt eftir hádegi í dag. Mennirnir ógnuðu starfsmönnum verslunarinnar mep eggvopni og komust undan með ránsfenginn en voru eins og fyrr segir handteknir stuttu síðar. Ránið náðist á upptöku eftirlitsmyndavéla verslunarinnar og voru andlit mannanna vel greinanleg og því auðvelt um vik að bera kennsl á þá. Mennirnir voru fluttir á lögreglustöð þar sem þeir bíða yfirheyrslu.

Athugasemdir

athugasemdir