Tveir létust í skotárás í Stokkhólmi

Lögreglan í Stokkhólmi var kölluð út í gærmorgun vegna skotárásar í Hallonbergen hverfinu en þar höfðu tveir einstaklingar verið skotnir af hópi manna. Þegar lögreglan kom á staðinn lágu fórnarlömb árásarinnar helsærð í blóði sínu og voru árásarmennirnir enn á staðnum. Eftir skotbardaga við lögreglu tókst að yfirbuga árásarmennina sem voru fjórir en fórnarlömb árásarinnar voru flutt á sjúkrahús þar sem þau létust skömmu síðar. Árásarmennirnir voru handteknir . Árásin er talin tengjast því að parið sem var skotið til bana höfðu orðið vitni að morði í nágrenni sumarbústaðar þess í janúarmánuði en þau höfðu stöðu vitna í málinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila