Tveir lögregluþjónar létust í skotárás í Kanada

Tveir lögregluþjónar eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað í borginni Fredericton í New Brunswick í Kanada í dag. Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada sendi frá sér yfirlýsingu á Twitter í dag þar sem hann segist sleginn vegna árásarinnar, en hann sendi fjölskyldum lögreglumannanna samúðarkveðju. Fyrstu fregnir hermdu að fleiri hafi látist í árásinni en það hefur ekki verið staðfest. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en hann er mikið særður eftir skotbardaga við lögreglumenn sem að lokum náðu að yfirbuga hann. Lögregluyfirvöld í Kanada rannsaka málið og reyna að komast að því hvað manninum gekk til.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila