Tveir sænskir prestar vilja að kirkjan taki afstöðu gegn þjóðhátíðardegi svía

Sænsku prestarnir Peter Englund og Helena Myrstenar sem starfa í Malmö vilja að sænska kirkjan taki afstöðu gegn þjóðhátíðardegi svía og fari fram á að hann verði lagður niður. Þetta kemur fram í aðsendri grein prestanna tveggja sem birt var í Dagens Nyheter í gær. Í greinini segja prestanir að þeir telji að þjóðhátíðardagurinn sé barn síns tíma og eigi að heyra sögunni til, auk þess sem þeir segja að föðurlandsást og þjóðernisstefna leiði ekkert gott af sér. Gerð var könnun á því hvort lesendur væru sammála afstöðu prestanna og leiddi hún í ljós að 83% lesenda væru ósammála afstöðu þeirra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila