Umfangsmikil leit að göngufólki á Fimmvörðuhálsi

Formleg leit er hafin að pari, karli og konu á þrítugsaldri á Fimmvörðuhálsi en fólkið sem ætlaði að ganga Fimmvörðuháls og enda för sína í Básum í Þórsmörk skilaði sér ekki á áætluðum tíma. Fólkið skildi eftir sig ferðaplan hjá Save Travel þar sem áætlað var að fólkið kæmi að básum 30.júlí. Í gærkvöld var í fyrstu talið að um konu væri að ræða sem væri ein á ferð en fljótlega kom í ljós að einstaklingarnir væru tveir. Í morgun hófst svo formleg leit að fólkinu sem enn sem komið er hefur engum árangri skilað. Fjölmennt lið björgunarsveita leita nú á svæðinu frá skógum að Þórsmörk og því um talsvert stórt svæði að ræða.

Athugasemdir

athugasemdir