Umferð tekin að þyngjast

Umferð inn í höfuðborgina er tekin að þyngjast, enda flestir á heimleið eftir ferðalög helgarinnar. Gott skyggni og hægviðri er ökumönnum hliðhollt víðast hvar á landinu en þó er sól lágt á lofti og því þarf að hafa varann á og fara varlega sé keyrt á móti sólu. Talsverð umferð var einnig í gærkvöldi og nótt inn í borgina og því ljóst að einhverjir hafa séð sér leik á borði að leggja fyrr af stað heim til þess að sleppa við mesta umferðarþungann. Mestur er straumur bifreiða er á Suðurlandsvegi, enda streymir fólk í þúsundatali þessa stundina frá Þjóðhátíð í Eyjum, einni stærstu útihátíð landsins.

Athugasemdir

athugasemdir