Undrast afstöðu Vinstri grænna í orkupakkamálinu

Ögmundur Jónasson.

Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra segist undrast að Vinstri grænir vilji nú samþykkja þriðja orkupakkann, sér í lagi í ljósi þess að flokkurinn var andstæður bæði orkupakka eitt og tvö. Þetta kom fram í máli Ögmundar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra. Ögmundur segir að hann telji að ekki sé sátt um málið innan flokksins og að ekki sé öll von úti enn um að flokksforustunni snúist hugur “ við skulum sjá hvað gerist því þetta er ekki búið enn og ég er þess fullviss að andstaðan við málið í grasrót flokksins sé mjög mikil„,segir Ögmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila