Undrast ummæli Katrínar í garð eigin þjóðar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgir Þórarinsson þingmenn Miðflokksins segjast undrast að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi látið þau orð falla á alþjóðavettvangi um að íslendingar ættu sér langa sögu skattsvika, eða allt frá landnámi. Sigmundur og Birgir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag þar sem þeir ræddu meðal annars hin umdeildu ummæli Katrínar “ mér finnst þetta bara lýsandi fyrir hennar stefnu, það er bara einhverju hent svona fram til þess að kanna einhver viðbrögð og svo framvegis„,segir Birgir, og bætir við að ummælin hafi verið mjög óviðeigandi og ekki sæmandi forsætisráðherra nokkurs ríkis. Sigmundur er á sama máli „ það er algjörlega með ólíkindum að forsætisráðherra lands skuli tala svona um eigin þjóð„,segir Sigmundur. Þá ræddu þeir Sigmundur og Birgir einnig um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem þeir segja að valdi mjög miklum vonbrigðum, og sérstaklega valdi það vonbrigðum að loforð um bættan hag lífeyrisþega hafi verið svikið. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila