Ungverjar ósáttir við afarkosti Evrópusambandsins

Ungversk stjórnvöld eru mjög ósátt við þær yfirlýsingar embættismanna Evrópusambandsins að ungverjar verði að sætta sig við að taka á móti þeim fjölda flóttamanna sem sambandið hafi ákveðið eða ella ganga úr sambandinu. Ungverjar eru fyrst og fremst ósáttir með að Evrópusambandið ákveði þann fjölda kvótaflóttamanna sem Evrópusambandsríki skuldbinda sig til þess að taka á móti óháð vilja ríkjanna. Pólverjar eru einnig á sama máli og er Witold Waszczykowski forsætisráðherra Póllands andvígur refsiaðgerðum Evórpusambandsins gagnvart þeim löndum sem setja sig upp á móti ákvörðunum ESB hvað fjölda kvótaflóttamanna varðar og segir slíkar aðgerðir afar þvingandi.

Athugasemdir

athugasemdir