Upphafi siðbótar minnst í kirkjum landsins

Í kirkjum víða um land í dag er upphafi siðbótarinnar minnst með hátíðardagskrá. Meðal þess verður sérstök hátíð í Skálholti af þessu tilefni en í dag eru 500 ár liðin frá því að  hinn 33 ára gamli guðfræðingur Marteinn Lúther negldi mótmæli sín í 95 liðum á hurð hallarkirkjunnar í Wittemberg í Þýskalandi. En eins og flestir vita ruddi hann þar með braut margskonar umbótum í kristnu helgihaldi sem ýmist hafa verið nefndar siðbreyting eða siðbót. Í skálholtskirkju verða meðal annars flutt erindi um siðbótina auk þess sem afkomendur Dr. Sigurðar Pálssonar vígslubiskups munu halda þar sýningu á fornum íslenskum Biblíum sem voru í eigu Sigurðar. Þá verða einnig á dagskrá tónlistaratriði auk þess sem boðið verður upp á kaffiveitingar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila