Upplifun íbúa af ástandinu í Svíþjóð ekki í samræmi við yfirlýsingar yfirvalda

Upplifun íbúa í Svíþjóð af ástandi útlendinga og löggæslumála í Svíþjóð er í litlu samræmi við þær yfirlýsingar sem yfirvöld hafa látið frá sér fara undanfarna mánuði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttir. Gústaf bendir á að í tölum yfirvalda um fjölda hælisleitenda vanti inn þann fjölda sem kemur ólöglega inn til landsins, þá sé ástandið í löggæslumálum skelfilegt og bendir á að samkvæmt skýrslu Sameinuðuþjóðanna frá árinu 2010 komi fram að Svíþjóð tróni á toppnum þegar kemur að kærðum barnaníðsmálum, auk þess sem landið sé í þriðja sæti þegar kemur að fjölda nauðgana. Gústaf fór yfir tölfræði þessara mála í þættinum en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila