Uppsagnir fiskvinnslufólks hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Uppsagnir fiskvinnslufólks á Akranesi munu hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið í bænum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formann Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Vilhjálmur segir að afleidd áhrif af uppsögnunum hafi verið könnuð og leitt í ljós að uppsagnirnar munu hafa áhrif á 150 afleidd störf “ þið getið rétt ímyndað ykkur, þetta er eins og ef Landspítalanum væri lokað á einni nóttu, ég er hræddur um að þá myndi nú heyrast hljóð úr horni„,segir Vilhjálmur.

Athugasemdir

athugasemdir