Uppsögnin var gríðarlegt áfall

Kristinn Sigurjónsson verkfræðingur og fyrrverandi lektor.

Ummæli Kristins Sigurjónssonar verkfræðings og fyrrverandi lektors við Haskólans í Reykjavík, sem urðu til þess að honum var sagt upp störfum voru sett fram í ljósi þjóðfélagsumræðunnar um Metoo, femínisma og dómstól götunnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Kristinn segir að uppsögnin hafi verið áfall ” þetta var gríðarlegt áfall, ég hafði svona gælt við þá hugmynd að vinna alveg til sjötugs, ég hafði fyrst þegar frétt um málið birtist ekki stórar áhyggjur af þessu en þetta þróaðist svona“,segir Kristinn.

Umræðuhefðin orðin vafasöm

Kristinn segist hafa áhyggjur af þróun umræðuhefðarinnar í samfélaginu þar sem menn eru teknir fyrir hafi þeir ekki skoðanir sem feministum falli í geð ” menn eru settir í gapastokkinn og þeir úthrópaðir “ég hef sjálfur gagnrýnt þessar galdrabrennur og gapastokkinn og sit núna svo sjálfur í bálinu“. Kristinn hefur um árabil verið mikill baráttumaður gegn umgengnistálmunum og bendir á að foreldri sem tálmar umgengni sé í flestum tilfellum móðir ” og það eru alltaf fleiri og fleiri sem lenda í þessu, þetta sýnir að konur eru alveg jafn ofbeldisfullar og karlmenn og það er hægt að vísa í vísindarannsóknir í þeim efnum“,segir Kristinn og bætir við að hann telji mikinn meirihluta mæðra vera á móti umgengnistálmunum ” það er hins vegar líklega þannig að það sé vinafólk sem sé grandalaust og trúir ásökunum sem oft eru bornar á menn til þess að réttlæta tálmanir“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila