Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna hnífaárásar

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að hafa stungið annan mann í höfuðið með búrhníf. Tildrög árásarinnar voru þau að maðurinn ásamt konu hugðust sækja bíl sem konan hafði lánað til mannsins sem fyrir árásinni varð. Til orðaskaks og ryskinga kom á milli mannanna tveggja sem endaði með því að árásarmaðurinn stakk hinn af alefli í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka, meðal annars slagæðarblæðingu  sem hæglega gátu stofnað lífi hans í hættu. Lögreglan handtók því manninn sem var í annarlegu ástandi og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem nú hefur verið framlengt í þriðja sinn.

Athugasemdir

athugasemdir