Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsins funda í Reykjavík

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Eystrasaltsráðsins funda í Reykjavík 20. júní næstkomandi í boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að marka lok formennsku Íslands í ráðinu 2016-2017. Auk ráðherra aðildarríkjanna 11, tekur fulltrúi Evrópusambandsins þátt í fundinum.  Á meðal fundarefna verða framtíð svæðisins, svæðisbundin innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, almannavarnir og samstarf um rannsóknir og nýsköpun. Þá verða áherslumál formennsku Íslands til umræðu, en þau varða réttindi barna, lýðræði og jafnrétti. Eystrasaltsráðið var stofnað fyrir réttum 25 árum en aðildarríki þess eru Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin þrjú, Þýskaland, Pólland og Rússland.

Athugasemdir

athugasemdir