Utanríkisráðuneytið veitir 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að utanríkisráðuneytið mun verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Að þessu sinni skiptist framlagið jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli. Við bregðumst við með auknum stuðningi við stofnanir á vettvangi, annars vegar til að sporna gegn yfirvofandi hungursneyð og hins vegar að úrbótum í vatnsmálum til að verjast útbreiðslu smitsjúkdóma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila