Útflutningur á íslenskum hrossum eykst

Útflutningur á íslenskum hrossum hefur aukist og er talsvert yfir meðaltali síðustu fimm ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þessa aukningu má sjá í sameiginlegu skráningarkerfi íslenskra hrossa en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru flutt úr landi 536 hross hrossin hafa verið flutt til alls fjórtán landa en íslenski hesturinn virðist vera vinsæll meðal hestamanna víða um heim. Kaupendur íslenskra hrossa eru fyrst og fremst ræktendur í öðrum löndum sem eiga íslenska hesta fyrir og skipta upphæðirnar oftar en ekki milljónum fyrir hvert hross, enda eru flest hross sem flutt eru úr landi hross sem hlotið hafa verðlaun á hinum ýmsu mótum.

Athugasemdir

athugasemdir