Útganga Bretlands úr ESB farin að hafa jákvæð áhrif á viðskipti

Síðan Bretar ákváðu að yfirgefa ESB hafa viðskipti landsins við umheiminn aldrei verið blómlegri. Útflutningur hefur aukist um 5,8% sbr. við 2015 og um heil 23,2% sé miðað við árið 2010. Eftir Brexit hefur verið komið á a.m.k. tíu vinnuhópum sem ætlað er að móta viðskiptasamninga við 15 lönd þar á meðal eru Ástralía Kína, Golf ríkjanna svokölluðu, Ísrael, Indland, Nýa Sjáland, Noreg, Tyrkland, Bandaríkin og Suður-Kóreu. Liam Fox ráðherra alþjóðlegra viðskipta segir þróunina afar jákvæða fyrir Bretland“þegar við yfirgefum ESB þá getum við náð forskoti á vaxandi heimsmörkuðum og myndað viðskiptasambönd á grundvelli breskra þjóðarhagsmuna. Það hafa aldrei áður verið jafn góðir tímar fyrir dugmikil og skapandi fyrirtæki okkar að markaðssetja vörur og þjónustu erlendis„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila