Útilokar ekki að lagt verði fram lagafrumvarp gagnvart vogunarsjóðum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins.

Lög sem kveða á um að upplýsa verði um eigendur vogunarsjóða eru til þess fallin að auka traust og tiltrú á fjármálakerfið og er því vel þess virði að skoða hvort ástæða sé til þess að setja slík lög hérlendis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju Daggar Alfreðsdóttur þingmanns og varaformanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag. Lilja sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar útilokar ekki að Framsóknarflokkurinn muni leggja fram frumvarp þess efnis, en fyrst vilji hún kanna betur evróputilskipun sem tekur á vogunarsjóðum gangi nægilega langt “ hvort evróputilskipunin sem við erum annað hvort nýbúin að innleiða eða erum á leiðinni að innleiða varðandi vogunarsjóðina, hvort að hún gangi nógu langt  þarf ég að skoða aðeins betur áður en ég get fjölyrt um það„,segir Lilja.

Athugasemdir

athugasemdir