Útvarp Saga vann mál gegn Stundinni í Héraðsdómi Reykjavíkur

Útvarp Saga vann mál gegn Stundinni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna ólögmætra birtingar fjölda mynda sem Stundin hafði tekið í heimildarleysi af Facebook síðu stöðvarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hafna bæri öllum málsástæðum Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns Stundarinnar. Meðal þess sem Sigríður hélt fram var að birting myndanna væri réttlætanleg þar sem um væri að ræða hatursáróður en því hafnaði dómarinn og sagði að ekki yrði á það fallist og að mynd sem vísað væri til fæli í sér hatursáróður, enginn munur væri á birtingu þeirrar myndar sem vísað væri til og öðrum myndum sem Stundin hafði birt í heimildarleysi. Í rökstuðningi dómsins segir “ samkvæmt öllu framansögðu verður öllum málsástæðum stefnda (Stundarinnar) hafnað og fallist á kröfu stefnanda um þóknun fyrir birtingu myndanna„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila