Vandamálin í borginni eru uppsafnaður vandi

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.

Þau vandamál sem borgaryfirvöld standa frammi fyrir að þurfa að leysa eru uppsafnaður vandi til margra ára. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Kolbrún segir að þrátt fyrir þá samskiptaörðugleika sem hafa átt sér stað innan veggja ráðhússins séu afköstin í sumar meiri en nokkru sinni áður “ afköstin hafa verið mjög mikil, t,d er búið að setja upp þennan stýrihóp sem á að vinna að málum heimilislausra og míg hlakkar til þegar við getum farið að sjá tillögur hópsins settar í framkvæmd, það er skrítið að segja það að í sumar þá langaði okkur ekkert að fara í neitt frí, okkur langaði bara að fara að vinna í þessum málum öllum„,segir Kolbrún. hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila