Vanskil foreldra vegna skólamáltíða eiga ekki að bitna á börnunum

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins

Það er ólíðandi að börnum sé vísað frá matarborði í skólanum vegna ógreiddra skulda foreldra. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins í þætti Markúsar Þórhallssonar í gær. Kolbrún segir að ekki gangi upp að mismuna börnum með slíkum frávísunum, það sé bæði ómanneskjulegt og að auki brjóti það í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna “ það er líka óþolandi að starfsfólk skólanna sé sett í þá stöðu að eiga vísa börnum frá borði vegna vanskila foreldranna, það er mitt mat að við eigum að horfa framhjá þessu og leyfa þeim að fá mat eins og hinum, borgin fer ekkert á hausinn við það„,segir Kolbrún. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila