Vantrauststillaga á Sigríði lögð fram á Alþingi

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata hafa lagt fram á Alþingi vantrausttillögu á hendur Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Eins og kunnugt er snýr málið að vali Sigríðar á dómurum við Landsrétt þar sem hún ákvað að fara ekki að tillögum hæfisnefndar í aðdraganda dómaravalsins, heldur lagði hún til sínar tillögur að dómurum fyrir Alþingi sem bæði voru samþykktar af þinginu og staðfestar af forseta Íslands. Búast má við að vantrauststillagan verði tekin fyrir á þingi fljótlega en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að ráðherrar ríkisstjórnar hennar hafi hennar traust og eigi það einnig við Sigríði dómsmálaráðherra. Sigríður greindi frá því í samtali við fjölmiðla í morgun að hún teldi að hún stæði tillöguna af sér og að henni hlakkaði til að geta fjallað um störf sín í umræðum á þinginu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila