Varað við brennisteinsmengun við Jökulsá á Sólheimasandi

Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna hugsanlegrar brennisteinsmengunar við Jökulsá á Sólheimasandi. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að vart hafi verið við brennisteinslykt á svæðinu og því þykir ástæða til að vara almenning við að vera á ferli á þessum slóðum, þetta eigi sérstaklega við þar sem lægðir eru í landslaginu, enda sé vindur á svæðinu mjög hægur og því hættan meiri en ella.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila