Varað við hruni á verðbréfamörkuðum

Peter Boockvar fjárfestingarstjóri hjá Bleakly Advisory Group segir að búast megi við miklu verðhruni á verðbréfamörkuðum á næstunni. Segir hann í viðtali við CNBC að hærri vextir Seðlabanka muni skapa óróleika á mörkuðum og fall verðbréfa verða í kjölfarið. “Við erum skrefi nær að fjarlægja neikvæðu vextina“. Þá kom fram í máli hans að enn finnist þúsundir milljarðar dollara í bréfum með neikvæðum vöxtum, sem hann segir vera líkt og myllustein um hálsinn. Boockvar gaf þau ráð í viðtalinu til þeirra sem stunda fjárfestingar að fjárfesta í gulli og silfri, því það myndi hækka þegar verðbréfamarkaðir falla.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila