Varað við vonskuveðri á landinu í dag

Von er á mjög slæmu veðri á landinu í dag með tilheyrandi truflunum á samgöngum. Nú þegar er byrjað að hvessa en búist er að veðurhamurinn nái hámarki um sexleytið í kvöld. Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vegfarendur eru varaðir við mjög hvössum hviðum undir Eyjafjöllum, Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi. Þá er hálka víða um land og því rétt að vekja athygli á að þeir sem eru á vanbúnum bílum og hyggi á ferðalög taki tillit til aðstæðna og fari ekki af stað á meðan veðrið gengur yfir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila